Kæru vinir.
Vetrarstarf kórsins er hafið, nýir félagar hafa bæst í hópinn og þó nokkrir eru að koma aftur eftir mislangt hlé.
Friðrik kórstjóri hefur tekið saman metnaðarfulla dagskrá og leiðir okkur á stífum æfingum.
Gestasöngvari í ár er Dísella Lárusdóttir, sópran, en hún söng með okkur á Vortónleikum í Langholtskirkju og við erum afar spenntir fyrir samstarfi við hana á ný.
Með kórnum verða hljóðfæraleikararnir Lenka Mátéová sem leikur á orgel, Eiríkur Örn Pálsson og Guðmundur Hafsteinsson leika á trompet og Eggert Pálsson leikur á slagverk.
Stjórnandi kórsins er Friðrik S. Kristinsson.
Dagsetningar eru sem hér segir:
Laugardagur 7.des - kl. 17.00
Sunnudagur 8. des - kl. 17.00 og kl. 20.00
Mánudagur 9. des - 20.00.
Miðasala fer fljótlega af stað á
tix.is og einnig verður hægt að fá miða hjá kórfélögum þegar nær dregur.
Við hlökkum til að sjá ykkur á aðventu og eiga með ykkur hátíðlega stund.
Fyrir hönd Karlakórs Reykjavíkur
Arnar Halldórsson